HDJ T-INA og Ulf Freyhof DATA DJ (gagnaskífuþeytir). Lífið hefur orðið flóknara með þessu yfirþyrmandi upplýsingaflóði. Eftir 1968 hafa póststrúktúralistarnir lýst yfir dauða súbjektsins" og sett margföld tákn fyrir menningu og identitet" í stað þess. Þemað í Foto Notes mínum eru nokkrar hinna afar stöðnuðu og algengu fyrirmynda sem þýsk menning býður Þjóðverjum upp á núna. Í dag eru til sjö myndraðir. Hver þeirra hefur að geyma 60 portrett, tekin í hefðbundnum portrettstíl. Þegar þeim er raðað upp í mismunandi myndraðir verða þær að athugun á margbreytilegu og viðteknu (stereotypes) látbragði og líkamstjáningu. Myndraðirnar sýna: Þýska hermenn (1998), þýska aðdáendur drengjahljómsveita (1997), konur á forsíðum þýskra tímarita (1996), konur í hverfinu mínu / Þýskalandi, Hamborg, Karolinenviertel (1996), hipp-hopp unglinga í New York (1995), hipp-hopp unglinga í Þýskalandi (1992-1993). Ina Wudtke, Claudia Reinhardt og Heiko Wichmann stofnuðu NEID" (það er þýska orðið yfir öfund, vísar til reðuröfundar Sigmundar Freuds). Eftir 1994 er NEID eins konar sameindarsamvinna meðal alþjóðlegra höfunda, gjörningamanna, músikanta, kvikmyndagerðarmanna, forritara, hárgreiðslufólks, útlitsteiknara og fleiri, sem vinna saman á þverfaglegum grundvelli. NEID er fyrirtæki sem nýtir sér marga miðla. Við gefum einu sinni á ári út tímarit og allir sem nefndir eru í þessum texta hafa átt þátt í því. Við höldum líka sýningar, tónleika, veislur, upplestrarkvöld, gjörninga og kvikmyndasýningar. Persónuleiki minn, Ina Wudtke NEID tímaritill, hefur séð um alla skipulagningu á peningamálum og húsnæðismálum frá því á árunum 1994-1995 og séð um að samtengja þátttakendur auk þess sem þessi persónuleiki hefur einnig tekið þátt sjálfur sem listamaður. Segja má að ég sé listblandari" (artwork mixer) að atvinnu. Hinn persónuleiki minn, DJ T-INA, er djúpt sokkinn í orða-, hljóða- og sýndarviðburði. Áhugamál mín eru fléttuð saman úr þessum þremur þáttum. Árið 1997 vann ég sífellt með vídeólistamanninum Ulf Freyhoff og þýska ljóðskáldinu Inu Kurz. Á þessum tíma byrjuðum við að láta sérhvern miðil vinna með hinum miðlunum og láta hann hafa áhrif á eða breyta hinum miðlunum sem við vinnum með. Og við erum komin að þeirri niðurstöðu, að aflaga gögnin og blanda þeim saman (data-mixing and data-distorting) og skapa með þessu ákveðið andrúmsloft úr ótal áttum (thousand inputs). Við erum sífellt að vinna að breytingum á þýsku tungumáli, blanda því saman við kryddaða ensku og blanda því við önnur tungumál, tengja það við hljóð og sýn, taka sýnishorn úr því og hnýta í lykkjur (loops), tengja það saman á ný, vinna með það ... þetta viljum við gera á staðnum" því að það framkallar geggjaðan stíl (Style Wars) sem er í sífelldri þróun og kemur aldrei tvisvar eins út. Um allt sem ég geri (tónlist, tímarit, ljósmyndir) er aðeins eitt á hreinu og það eru sífelldar breytingar. Þetta er markmið fagurfræðilegrar viðleitni minnar, að starfa eins og gagnaskífuþeytir: safna saman, blanda, endur-sýna. |
|||||||||
|
Referenz-Adresse dieser Seite im www:
art.is